Bátasýning opnuð í DUUS-húsum 11. maí
Stefnt er að því að opna bátasýninguna í DUUS húsunum þann 11. maí nk. Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir í húsunum í allan vetur og nú er að koma mynd á glæsilega sýningarsali. Sigrún Ásta Jónsdóttir forstöðumaður Byggðasafns Suðurnesja sýndi menningar- og safnaráði Reykjanesbæjar aðstæður í nýju húsakynnunum nýverið.Byggðasafnið fékk nýverið styrkveitingu að upphæð 1,9 milljónir kr. frá Safnasjóði ríkisins. Menningar- og safnaráð fagnar þeirri styrkveitingu og undir þar var tekið af Skúla Skúlasyni, forseta bæjarstjórnar, á fundi bæjarstjórnar síðdegis í gær.
Bátasýningin, sem byggð er upp á bátasafni Gríms Karlssonar, mun vera stórglæsileg og verðugt að skoða hana þegar sýningin opnar.
Bátasýningin, sem byggð er upp á bátasafni Gríms Karlssonar, mun vera stórglæsileg og verðugt að skoða hana þegar sýningin opnar.