Básendar brenna
Töluverður sinueldur var nú áðan við Básenda. Mikinn reyk lagði til himins. Svo virðist sem eldur hafi verið kveiktur á allt að sex stöðum.
Slökkvilið Sandgerðis var kallað til og slökkti það eldinn með sérstökum klöppum, sem er áhald til að slökkva elda í mosa og grasi.
Meðfylgjandi mynd tók Sigurbjörg Eiríksdóttir nú áðan.