Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Barnið sem brenndist flutt á sjúkrahús til Danmerkur
Miðvikudagur 1. september 2004 kl. 13:05

Barnið sem brenndist flutt á sjúkrahús til Danmerkur

Eins árs gömul stúlka sem brenndist illa í baðvaski í Reykjanesbæ í síðustu viku hefur verið flutt á sjúkrahús til Danmerkur. Stúlkan er með annars og þriðja stigs bruna á helmingi líkamans eftir að hafa fengið yfir sig sjóðheitt vatn þar sem hún sat í baðvaski. Sjúkrahúsið sem stúlkan dvelst nú á í Danmörku er talið eitt besta sjúkrahús í heimi hvað varðar meðhöndlun brunasára. Gert er ráð fyrir að hún verði á sjúkrahúsinu í tvo mánuði, en stúlkan er enn talin í lífshættu.

Aðstandendur og vinir hafa ákveðið að hefja söfnun fyrir foreldra stúlkunnar og er fólk hvatt til að leggja söfnuninni lið. Styrktarreikningurinn er í Landsbankanum í Keflavík: 0142-05-000300. Kt: 040603-3790.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024