Barneignum á Suðurnesjum fækkar
Í fyrra fæddust 209 börn á fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, 105 stúlkur og 106 drengir. Tvennir tvíburar fæddust. Árið 2003 fæddust 223 börn á fæðingardeildinni. Að sögn Guðrúnar Guðbjartsdóttur og Önnu Rutar Sverrisdóttur ljósmæðra er árið í fyrra undir meðallagi. Síðustu ár hafa á milli 220 og 230 börn verið að fæðast á Suðurnesjum á hverju ári.
„Það þarf greinilega að fara að setja eitthvað fjölgandi út í vatnið hér á svæðinu. Það þarf einhver hvatning að eiga sér stað,“ segja Guðrún og Anna brosandi og nefna Bolungavík sem dæmi en þar var haldin ástarvika í fyrrasumar og kemur það í ljós á næstu mánuðum hvernig sú vika hafi tiltekist. Markmið ástarvikunnar í Bolungavík var að fjölga íbúum bæjarins.
Myndin: Víkurfréttir fylgdust með tvíburakeisaraskurði á fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja á síðasta ári, en þar fæddust tvennir tvíburar. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.
„Það þarf greinilega að fara að setja eitthvað fjölgandi út í vatnið hér á svæðinu. Það þarf einhver hvatning að eiga sér stað,“ segja Guðrún og Anna brosandi og nefna Bolungavík sem dæmi en þar var haldin ástarvika í fyrrasumar og kemur það í ljós á næstu mánuðum hvernig sú vika hafi tiltekist. Markmið ástarvikunnar í Bolungavík var að fjölga íbúum bæjarins.
Myndin: Víkurfréttir fylgdust með tvíburakeisaraskurði á fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja á síðasta ári, en þar fæddust tvennir tvíburar. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.