Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 3. maí 2003 kl. 22:51

Barnaverndaryfirvöld gagnrýnd í héraðsdómi Reykjaness

Héraðsdómur Reykjaness sýknaði í dag sveitarfélag á Suðurnesjum af kröfu um að ákvörðun um að svipta færeysk hjón forræði yfir sex af sjö börnum þeirra verði dæmd ógild. Dómurinn gerir hins vegar alvarlegar athugasemdir við framgöngu barnaverndaryfirvalda í málinu enda hafi þau ekki boðið fjölskyldunni neina aðstoð eða leitað annarra úrræða áður en foreldrarnir voru sviptir forræði yfir börnunum, að því er fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins.Barnaverndarnefnd sveitarfélagsins var gert viðvart um það fyrir þremur árum að færeysk hjón hefðust við á tjaldstæði í sveitarfélaginu ásamt sjö börnum, því elsta 17 ára en því yngsta ársgömlu. Fjölskyldan byggi við kröpp kjör og börnin virtust vanrækt. Við nánari athugun kom í ljós að fólkið hafði flúið undan barnaverndaryfirvöldum í Færeyjum sem höfðu haft nánar gætur á þeim vegna gruns um að börnin væru vanrækt og hefðu verið beitt líkamlegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi.

Barnaverndarnefndin í sveitarfélaginu aflaði sér upplýsinga frá Færeyjum og fékk hérlenda sérfræðinga til að meta ástand barnanna. Niðurstaða nefndarinnar var sú að sex barnanna sýndu merki um alvarlega vanrækslu. Þar af væru tvö þeirra líklega þroskaheft og þyrftu sérstakan stuðning. Nefndin ákvað því haustið 2000 að svipta foreldrana forræði yfir börnunum sex, en leyfa þeim að halda því sjöunda, sem virtist betur haldið en hin systkinin. Barnaverndarráð staðfesti svo ákvörðun nefndarinnar tæpu ári síðar og það sama hefur héraðsdómur nú gert. Frétt af vef Morgunblaðsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024