Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Barnaníðingur á ferð í Sandgerði?
Þriðjudagur 20. janúar 2009 kl. 13:11

Barnaníðingur á ferð í Sandgerði?

Ljótur hrekkur eða dapurleg staðreynd?





Samfélagsvefurinn www.245.is í Sandgerði fjallar ítarlega um mál dæmds barnaníðings, sem sagt er að sé að flytja til Sandgerðis þessa dagana. Meðfylgjandi umfjöllun um málið er á vefnum 245.is nú í hádeginu og er endurbirt hér:

Um átta leytið í gærkvöldi fengu tvær mæður hér í Sandgerði símtal frá manni sem kvaðst heita Ágúst Magnússon.  Hann sagðist vera dæmdur barnaníðingur og honum bæri skylda til að láta vita af sér þar sem hann væri að flytja í hverfið þeirra.

Hann upplýsti einnig að hann hafi byrjað á því að ganga í hús í hverfinu, en þar sem honum hafi verið illa tekið hafi hann ákveðið að hringja frekar í fólk. Hann hringdi úr leyninúmeri og vildi ekki gefa upp nákvæmlega í hvaða hús hann væri að flytja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fólki er skiljanlega brugðið og sumir hafa sagt að þeir muni flytja úr bænum, því það komi ekki til greina að leggja börnin undir í þessu máli.

Við veltum því fyrir okkur hvort þetta sé staðreynd eða ljótur hrekkur.

Einn aðili telur sig hafa séð Ágúst á ferð í Lækjarmótum í gærkvöldi en við höfum ekki heyrt í neinum sem hann ætti að hafa bankað upp á hjá.

Mæðurnar tvær tilkynntu lögreglunni á Suðurnesjum um símtölin í gærkvöldi, en þegar við höfðum samband áðan kannaðist enginn hjá lögreglunni við málið þar sem þetta var ekki skráð.

Við höfðum samband við Blátt áfram, félagasamtök sem vinna að forvörnum gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum. Þar var okkur sagt að mæður í Breiðholti hafi leitað til lögreglunnar í Mjódd í gærkvöldi vegna sama manns. Lögreglan í Mjódd staðfesti þetta.  Það er talið að Ágúst búi í Breiðholtinu og foreldrar þar vilja hefja forvarnarfræðslu í sínu hverfi. 

Við höfðum einnig samband við fangelsismálayfirvöld þar sem okkur var sagt að eftirlit með svona afbrotamönnum væri mikið. Þeim væri kunnugt um búsetu en það væri trúnaðarmál svo þeir gætu ekki upplýst okkur frekar.  þá vitnaði viðmælandi okkar í 64. gr. laga um fullnustu refsinga nr. 49/2005.

Við höfðum einnig samband við Gyðu Hjartardóttur Félagsmálastjóra Sandgerðisbæjar. Hún sagði okkur að samkvæmt þeim upplýsingum sem hún hefur, þá sé ekkert í lögum og reglum sem segi að menn þurfi að tilkynna búsetu sína til nágranna, jafnvel þó þeir séu kynferðisafbrotamenn.

Hvort hér er um hrekk að ræða eða ekki er erfitt að segja til um.  En það er hægt að komast að því á nokkuð einfaldan hátt, með því að kæra málið til rannsóknarlögreglu, sem þá getur fengið allar upplýsingar um númerið sem hringt var úr. Það er spurning hvort fjölskylduvænt bæjarfélag eins og Sandgerði ætti ekki að fara alla leið og komast að sannleikanum, því ef þetta er hrekkur þá er hann ansi grófur.

Í ljósi þess hversu margt hefur farið fram hjá yfirvöldum þessa lands síðustu mánuði, getum við ekki lagt traust okkar á kerfið.  Við verðum að taka ábyrgð öll saman og fræða börnin.

Við hvetjum fólk til að skoða heimasíðu Blátt áfram www.blattafram.is en þar má m.a. finna bækling sem ber heitið 7 skref til verndar börnum okkar.
af vefnum www.245.is