Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 27. júlí 2000 kl. 10:36

Barnalán fyrir milljarð hjá Reykjanesbæ

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum í sl. viku að taka lán með milligöngu ABM AMRO Bank að fjárhæð EUR 12.000.000. Lánið er innan fjárhagsáætlunar og miðað við gengið 20. júlí 2000 kr. EUR 73 þá er lánið kr. 876 milljónir krónaMinnihlutafulltrúarnir Jóhann Geirdal og Kristmundur Ásmundsson lögðu fram eftirfarandi bókun: „Þar sem um er að ræða lántöku sem rúmast innan fjárhagsáætlunar sem meirihlutinn hefur þegar samþykkt tökum við þátt í að veita bæjarritara umboð í fjarveru bæjarstjóra, til að undirrita skuldabréfið. Við viljum þó taka fram að „kúlulán” eins og hér um ræðir er leið til að fresta greiðslum af láni sem nemur rúmum 870 milljónum um 10 ár, en þá kemur þessi upphæð öll til greiðslu í einu lagi. Slík lán hafa stundum verið kallað „barnalán” í þeirri merkingu að það eru börnin sem þurfa að greiða lánið“. Jónína A. Sanders lagði fram eftirfarandi bókun: „Vegna bókunar Jóhanns Geirdals og Kristmundar Ásmundssonar um barnalán þ.e. kúlulán sem lán, sem börn framtíðarinnar þurfa að greiða, „vill undirrituð” taka fram að kúlulán voru síðast tekin af meirihluta vinstrimanna í Keflavík á árunum 1986 – 1990“.„Barnalán“ fyrir milljarð
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024