Barnalæknavakt á HSS þrisvar í viku
- Hörður Snævar Harðarson barnalæknir með aukna þjónustu á HSS
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hóf sl. þriðjudag að bjóða upp á móttöku barnalæknis þrjá daga í viku.
Barnalæknirinn Hörður Snævar Harðarson, sem hefur áður sinnt ungbarnaeftirliti á HSS ásamt Sigurði Björnssyni, verður nú með tíma síðdegis á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. Tímapantanir eru í móttöku HSS í síma 422-0500.
Fjölnir Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri lækninga á HSS, fagnar þessum áfanga.
„Við horfum til þess að þetta verði mjög góð viðbót við þjónustu HSS við börn og foreldra hér á svæðinu. Auk þess er Hörður sérhæfður í smitsjúkdómum barna þannig að við vonumst til þess að hans kraftar muni einnig nýtast stofnuninni með öðrum hætti til lengri tíma litið.“