Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 19. maí 2001 kl. 20:20

Barn hrapar í Berginu við Keflavík

Níu ára gamall drengur hrapaði í Berginu við smábátahöfnina í Gróf á áttunda tímanum í kvöld.Ekki er vitað um tildrög slyssins að svo stöddu en lögreglan í Keflavík vinnur að rannsókn þess. Drengurinn mun ekki hafa slasast alvarlega en hann var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið í Keflavík til skoðunar. Þaðan var drengurinn fluttur til Reykjavíkur. Hann var með áverka á síðu, auk þess sem blæddi úr höfði.

Lögreglan við störf á vettvangi.
Litla myndin var tekin þegar sjúkrabíllinn fór af vettvangi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024