Miðvikudagur 27. september 2006 kl. 08:46
Barn brenndist á heitum drykk
Óskað var eftir sjúkrabifreið og lögreglu í Voga skömmu eftir hádegi í gær en þar hafði heitt te hellst yfir barn. Barnið var flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar. Ekki var um alvarleg brunasár að ræða.