Fréttir

Barn beindi leisergeisla að umferð
Þriðjudagur 20. nóvember 2018 kl. 12:37

Barn beindi leisergeisla að umferð

Sterkum grænum leisergeisla var beint að umferð í Reykjanesbæ um helgina. Geislanum var meðal annars beint að bifreið lögreglumanns sem var á ferðinni og lék enginn vafi á hvaðan geislinn kom.

Lögregla ræddi við húsráðendur í viðkomandi húsi og kom þá í ljós að fjögurra ára sonur þeirra hafði verið að leika sér með leiserbendilinn í glugganum um kvöldið.

Fólkinu var tjáð að styrkur bendilsins væri það mikil að geislinn gæti beinlínis verið hættulegur. Fólkið bað lögreglu að taka hann og farga honum.
 
Lögreglan á Suðurnesjum ítrekar varnaðarorð sín vegna þeirrar hættu sem skapast getur ef leisergeislum er beint að umferð á landi eða í lofti.
Public deli
Public deli