Barðist í rokinu með barnavagn
Veðrið er aðeins að ganga niður núna á Suðurnesjum eftir að hafa verið bálhvasst í allan dag. Sérstaklega var það slæmt um miðjan dag. Núna kl. 17 síðdegis voru ennþá 17 m/s á Keflavíkurflugvelli og hviður upp á 28 m/s.
Það voru fáir á ferli í dag nema þá helst akandi á milli húsa. Faðir með barnavagn vakti þó athygli okkar á Víkurfréttum í dag þar sem hann barðist í rokinu með vagninn. Myndin var tekin þegar pabbinn nálgaðist gangbraut við Lundúnatorg í Reykjanesbæ.