Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Barði manninn líklega með hnúajárni
Miðvikudagur 27. júlí 2011 kl. 11:35

Barði manninn líklega með hnúajárni

Líklegt þykir að árásarmaðurinn í málinu sem kom upp í Grindavík um helgina hafi notast við hnúajárn þegar hann réðst inn á heimili fyrrum kennara síns aðfaranótt síðastliðins laugardags.

Samkvæmt upplýsingum Víkurrfrétta voru útidyrnar ólæstar og árásarmaðurinn fór því í leyfisleysi inn í húsið um klukkan 4 aðfaranótt laugardags. Þar réðst hann á húsráðanda og veitti honum áverka í andlitið. Lögreglan á Suðurnesjum var kvödd á vettvang skömmu síðar.

Árásarmaðurinn var flúinn af vettvangi áður en lögruegluna bar að garði en hann var handtekinn á heimili sínu sem er skammt frá húsi fórnarlambisns. Sæmkvæmt heimildum var þar lagt hald á hnúajárn sem talið er hafa verið notað við árásina.

Málið virðist hafa komið upp í kjölfar deilna á samskiptasíðunni facebook sem tengjast fjöldamorðunum í Noregi. Árásin var kærð til lögreglu sem lítur málið alvarlegum augum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024