Baráttan við tyggjóklessurnar!
Það mæti ætla að doppóttar gangstéttir væru orðnar móðins, miðbær Reykjanesbæjar er þakinn hvítum klessum en unnið er að bót mála og nú þegar hefur gangstéttin fyrir utan Sparisjóðinn og Pizza 67 verið hreinsuð. Þessir staðir báru þann vafasama heiður að vera verst útleiknir af tyggjóklessum.
Sumir telja að tyggjósjónmengun sé að verða að alvarlegu umhverfisvandamáli enda tekur tyggjóklessuna um 50 ár að brotna niður. Sökum þess eru margar borgir farnar að banna notkun tyggjós eins og Singapore.
Nú er búið að finna upp nýja aðferð við tyggjóhreinsun þar sem mun minna vatnsmagn er notað sem og hærra hitastig en áður. Jósep vinnur nú hörðum höndum við að gera gangstéttir bæjarins tyggjólausar en sagðist sjálfur sjaldan fá sér tyggjó.
Sumir telja að tyggjósjónmengun sé að verða að alvarlegu umhverfisvandamáli enda tekur tyggjóklessuna um 50 ár að brotna niður. Sökum þess eru margar borgir farnar að banna notkun tyggjós eins og Singapore.
Nú er búið að finna upp nýja aðferð við tyggjóhreinsun þar sem mun minna vatnsmagn er notað sem og hærra hitastig en áður. Jósep vinnur nú hörðum höndum við að gera gangstéttir bæjarins tyggjólausar en sagðist sjálfur sjaldan fá sér tyggjó.