Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Baráttan fyrir tvöföldun heldur áfram
Föstudagur 30. júlí 2004 kl. 13:35

Baráttan fyrir tvöföldun heldur áfram

Suðurnesjamenn og aðrir landsmenn fögnuðu innilega í gær þegar opnaður var fyrsti áfangi að tvöfaldri Reykjanesbraut.

Án efa mun hún sanna sig fljótlega sem eitt stærsta skref sem tekið hefur verið hér á landi í umferðaröryggismálum, en þó er mikið verk enn óunnið.

Þar sem Reykjanesbrautin mjókkar aftur niður i eina akrein skapast hætta á umferðaróhöppum. Áhugahópurinn um örugga Reykjanesbraut leggur mikla áherslu á að brautin verði tvöfölduð alla leið inn að Fitjum eins fljótt og hægt er. Þeir hafa því sett upp merktan vörubíl á brautinni á mörkum tvöföldunarinnar með tvennskonar skilaboðum. Öðru megin er vegfarendum óskað til hamingju með áfangann og minntir á að aka varlega, en hinum megin er varað við að brautin framundan sé einföld og er minnt á loforð um að brautin skuli tvöfölduð fyrir árslok 2005.

Steinþór Jónsson, formaður áhugahópsins, sagði í samtali við Víkurfréttir í dag að þrátt fyrir að áfangasigur hafi unnist í gær væru þeir strax í dag farnir að huga að framhaldinu. „Þetta er góður áfangi, en nú verður að hamra járnið á meðan það er heitt. Við munum berjast áfram fyrir því að framkvæmdum verði flýtt og bættri umferðarmenningu á brautinni.“

VF-myndir/Jón Björn Ólafsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024