Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Barátta við einelti í Gerðaskóla: Gífurlegur árangur náðst
Mánudagur 19. mars 2012 kl. 10:47

Barátta við einelti í Gerðaskóla: Gífurlegur árangur náðst

Niðurstöður Olweusar eineltiskönnunarinnar hafa verið kynntar starfsfólki Gerðaskóla, foreldrum og skólanefnd. Það var Þorlákur Helgason forsvarsmaður Olweusar á Íslandi sem kynnti niðurstöðurnar, segir í frétt á vef skólans.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Könnunin var lögð fyrir í nóvember 2011 og þátttakendur voru nemendur úr 4. – 10. bekk.


Að mati Þorkláks hefur gífurlegur árangur náðst á sl. tveimur árum og má segja að einelti í Gerðaskóla hafi minnkað um helming frá síðustu könnun sem gerð var árið 2010.


Reyndar kom það starfsfólki Gerðaskóla ekki á óvart því að önnur könnun sem gerð var á samskiptadaginn sl. haust sýndi sömu niðurstöðu, að um 5% nemenda töldu sig verða fyrir einelti.


Annað atriði sem mikil breyting var á til hins betra, var upplifun nemenda á því hvernig umsjónarkennarar taka á einelti.


Þorlákur óskaði Gerðaskóla til hamingju með þann árangur sem náðst hefur í eineltismálum. Starfsfólk Gerðaskóla er ánægt með árangurinn en markmiðið er auðvitað að lækka tölurnar enn frekar og öllum nemendum líði vel í Gerðaskóla.