Bar Ólympíueldinn í Sidney
Tvö ungmenni, Anna Margrét Ólafsdóttir og Magnús Sveinn Jónsson voru valin af Íslandsbanka-FBA og ÍSÍ til að taka þátt í „Sydney Youth Camp“ sem eru ungmennabúðir Ólympíuleikanna. Magnús og Anna Margrét dvöldu í búðunum þar sem þau stunduðu íþróttir, ferðuðust um Ástralíu, kynntust menningu og listum frumbyggja og upplifðu stórkostlega íþróttaleika.Anna Margrét er framúrskarandi frjálsíþróttakona í Aþenuhópnum og á m.a. Íslandsmet í 60 m grindahlaupi innanhúss. Magnús æfir 7-9 sinnum í viku og er nú einn besti fjórsundsmaður landsins og hefur áunnið sér sæti í úrvalshóp Sundsambands Íslands. Bæði eru góðir námsmenn og að sjálfsögðu viðskiptavinir Íslandsbanka. Magnús var síðan valinn til að bera Ólympíueldinn, sem var mikið ævintýri. Magnús hljóp með kyndilinn ásamt Jessicu, sem er Áströlsk stúlka úr búðunum en einnig hlupu gamlir Ólympíumeistarar með þeim. Mikið fylgdarlið var fyrir framan og aftan hann, nokkur lögreglumótorhjól, sendiferðabíll með myndavélum, aðstoðarhlauparar, öryggishlauparar og margir fleiri.