Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

  • Bannað að ríða í þéttbýli í Grindavík
    Þetta er göngu- og hjólreiðastígur, ekki reiðstígur. Myndir: Grindavíkurbær.
  • Bannað að ríða í þéttbýli í Grindavík
    Hestaskítur á götu í Grindavík.
Þriðjudagur 13. september 2016 kl. 16:15

Bannað að ríða í þéttbýli í Grindavík

Að gefnu tilefni vilja bæjaryfirvöld í Grindavík benda bæjarbúum á að umferð reiðhesta er bönnuð innan þéttbýlismarka annars staðar en á merktum reið­stígum nema með sérstöku leyfi eða samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar, sbr. 30. gr. 7. kafla lögreglusamþykktar.

Stígurinn meðfram sjónum á þessum myndum (sem upphaflega birtust á vef Grindavíkurbæjar) er göngu- og hjólareiðastígur en innan bæjarmarka Grindavíkur má finna fjölmarga reiðstíga sem hestamenn geta nýtt sér að vild.

Hrossaskítur á göngu- og hjólreiðastíg við hafnarsvæðið í Grindavík. Ábendingar um ferðir hestamanna utan merktra reiðleiða skal komið til lögreglu, enda er það í verkhring hennar að framfylgja lögreglusamþykktinni, segir á vef bæjarins.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024