Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Banna för yngri en 12 ára að gosinu
Nú er það þannig að lögreglan hefur sett upp lokunarpósta í stað þess að björgunarsveitirnar reyni að halda aftur af fólki. Lokunarpósturinn inná svæðið Grindavíkurmegin er austur í Þórkötlustaðahverfi og er þeim hleypt framhjá sem eru á leið um suðurstrandarveg og í gegnum svæðið en þeim sem ætla sér að skoða gosið er snúið við. VF-mynd: Jón Steinar Sæmundsson
Þriðjudagur 9. ágúst 2022 kl. 12:49

Banna för yngri en 12 ára að gosinu

Erfiðlega hefur gengið að hefta för foreldra með ung börn inn að gosinu sem í flestum tilfellum eru erlendir ferðamenn og það þrátt fyrir góða upplýsingagjöf um að gossvæðið sé ekki staður fyrir ung börn að dvelja á. Börn og foreldrar þeirra hafa í mörgum tilfellum verið mjög illa búin og svo virðist sem fólk geri sér enga grein fyrir því hvar það er statt og hvað bíður þeirra á erfiðri og langri göngu að gosstöðvunum.

Að gefnu tilefni og með hagsmuni barna að leiðarljósi hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum því ákveðið að takmarka aðgengi barna yngri en 12 ára að gosstöðvunum þegar svæðið er opið.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Eftirlit lögreglu og björgunarsveita verður með umferð ökutækja um Suðurstrandarveg. Eftirlit gangi eftir með þeim hætti sem nú er tilkynnt.

Heimild fyrir aðgerðum lögreglustjóra er sótt í 23. gr. laga um almannavarnir nr. 82/2008.

23. gr. Almenn fyrirmæli á hættustundu.
Á hættustundu er lögreglustjóra heimilt að ákveða að taka í sínar hendur umferðarstjórn, banna dvöl eða umferð á ákveðnum svæðum, svo sem með því að girða af eða hindra umferð um þau, þ.m.t. tilteknar fasteignir, taka í sínar vörslur hættulega muni, vísa á brott eða fjarlægja fólk.
Fyrirmælum þessum er öllum skylt að hlíta.