Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bann sveitarstjórna við einkadansi stenst ekki stjórnarskrá
Fimmtudagur 15. ágúst 2002 kl. 13:48

Bann sveitarstjórna við einkadansi stenst ekki stjórnarskrá

Bann sveitarstjórna við einkadansi stenst ekki stjórnarskrá, að mati Árna Sigfússonar, bæjarstjóra í Reykjanesbæ. Hann rökstyður mál sitt með lögfræðilegum greinargerðum og hæstaréttardómum.
,,Það er engum handhafa framkvæmdavaldsins, hvort sem það er ráðuneyti eða sveitastjórn, heimilt að skerða atvinnufrelsi manna ef þeirri skerðingu er ekki fylgt með lögum," sagði Árni í fréttum Ríkisútvarpsins.Árni telur að sveitarstjórnir skorti lagastoð til að setja þetta bann. Hann segir þessa niðurstöðu studda lögfræðilegum greinargerðum og hæstaréttardómum. ,,Ég held að menn séu á mjög hæpnum forsendum að gera þetta. Það geti þýtt skaðabótaskyldu á sveitarfélög ef ekki er varlega farið. Ég tel mjög óráðlegt að menn séu að hlaupa fram með þessum hætti."
Um síðustu mánaðamót gekk í gildi bann við einkadansi í Reykjavík og á Akureyri. Enn er einkadans leyfilegur í Kópavogi en þar hefur verið rætt hvort hann eigi að banna og virðast meirihlutaflokkarnir í bænum hafa ólíka afstöðu til þess. Í Reykjanesbæ hefur bann við einkadansi ekki verið formlega rætt í bæjarstjórn. Árni Sigfússon bæjarstjóri býst við umræðu um það á þeim vettvangi á næstunni, samkvæmt fréttum Ríkisútvarpsins. Í Reykjanesbæ er starfræktur einn nektardansstaður.

Frétt frá Vísi.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024