Bandarísk yfirvöld gerðu úttekt á Keflavíkurflugvelli
Sendinefnd frá bandarísku flugmálastjórninni gerði á þriðjudag óvænta úttekt á öryggismálum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Hafa bandarísk flugmálayfirvöld gert slíkar úttektir víða um heim að undanförnu, í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september sl. Mbl.is greindi frá.
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra upplýsti þetta í umræðum um hryðjuverkin í Bandaríkjunum og áhrif þeirra á Alþingi í gær. Komi í ljós að öryggismál séu ekki í fullnægjandi horfi getur slíkt leitt til þess að allt flug verði bannað frá viðkomandi flugstöð til Bandaríkjanna, að því er fram kom í ræðu utanríkisráðherra.
"Þessi yfirvöld voru mjög ánægð með aðstæður á Keflavíkurflugvelli. Það sýnir að við höfum brugðist þar rétt við," sagði Halldór.
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra upplýsti þetta í umræðum um hryðjuverkin í Bandaríkjunum og áhrif þeirra á Alþingi í gær. Komi í ljós að öryggismál séu ekki í fullnægjandi horfi getur slíkt leitt til þess að allt flug verði bannað frá viðkomandi flugstöð til Bandaríkjanna, að því er fram kom í ræðu utanríkisráðherra.
"Þessi yfirvöld voru mjög ánægð með aðstæður á Keflavíkurflugvelli. Það sýnir að við höfum brugðist þar rétt við," sagði Halldór.