Bandaríkjamenn fá íslenska menningu beint í æð
Bandaríkjamenn sem búsettir eru upp á Keflavíkurflugvelli þurfa ekki að leita langt til að komast í snertingu við íslenska menningu. Í Offiséra klúbbnum upp á velli er kaffihús sem bíður upp á íslenska myndlist beint í æð. Hugmyndin vaknaði þegar haldin var stór myndlistarsýning í stóra flugskýlinu þar sem 30 listamenn sýndu verk sín við góðar undirtektir. Klúbburinn Art Council varð til í haust útfrá stóru sýningunni og í dag var myndlistakonan Bagga að fjarlægja sín verk sem höfðu verið til sýnis og Eiríkur Árni að setja sín verk upp. Eiríkur mun vera með 13 listaverk til sýnis í klúbbnum sem staðsettur er á kaffihúsinu Geysi í Offiséra klúbbnum, þar sem hægt er að fá sér kaffi og mat. Næst á dagskrá hjá Art Council er kynning á íslenskri tónlist og myndlist og 11. júní mun svo fjöldi listamanna sýna í flugskýlunni.
VF-Myndir/Bjarni: Myndlistamennirnir Eiríkur Árni og Bagga.