Fréttir

Bandaríkjaher með P-8 Poseidon til Keflavíkur
Bandaríks kafbátaleitarvél af gerðinni P-8 Poseidon. Mynd: military.com
Þriðjudagur 9. febrúar 2016 kl. 21:29

Bandaríkjaher með P-8 Poseidon til Keflavíkur

Bandaríkjaher ætlar að snúa aftur og hafa tímabundna aðstöðu á Íslandi, samkvæmt fréttatilkynningu frá hernum. Markmiðið sé að fylgjast með rússneskum kafbátum. RÚV greinir frá þessu í kvöld og vísar til umfjöllunar í vefriti hersins, Stars and Stripes.

Til að byrja með verði herinn aðeins með tímabundna aðstöðu hér, en sjóherinn gæti síðar meir farið fram á aðstöðu til langframa.

Herinn hefur farið fram á fjármagn á næstu fjárlögum Bandaríkjanna til að færa í stand gömul flugskýli hersins á Keflavíkurflugvelli, sem munu hýsa P-8 Poseidon vélar hersins.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024