Banaslys á Reykjanesbraut við efra Nikelsvæði
Alvarlegt umferðaslys varð á Reykjanesbraut ofan við efra Nikelsvæðið um klukkan þrjú í dag. Ökumaður fólksbifreiðar hafði ekið á staur. Hann reyndist látinn þegar að var komið.Töluverðan tíma tók að ná manninum úr bifreiðinni sem var á hvolfi utan vegar. Bifreiðin hafði hafnað á ljósastaur. Lögreglan í Keflavík fer með rannsókn málsins. Einhver vitni urðu að slysinu en mikil umferð var á Reykjanesbrautinni á þessum slóðum þegar slysið varð.