Banaslys á Reykjanesbraut í morgun
Einn lést og tveir slösuðust í árekstri tveggja bíla á Reykjanesbraut laust fyrir klukkan sjö í morgun. Slysið varð á einbreiðum hluta Reykjanesbrautar, austan við Brunnhóla, og var veginum lokað við Straumsvík í um þrjár klukkustundir.






