Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Banaslys á Grindavíkurvegi
Þetta er annað banaslysið á Grindavíkurvegi á þessu ári.
Sunnudagur 5. mars 2017 kl. 12:08

Banaslys á Grindavíkurvegi

Banaslys varð á Grindavíkurvegi í nótt. Kona á fimmtugsaldri lést þegar bíll hennar lenti út af veginum og valt. Hún var ein í bifreiðinni að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum.
Lögreglunni barst tilkynning kl. 01.58 í nótt um umferðarslys um 1,7 km. norðan við mót Norðurljósavegar. Loka þurfti veginum um stund á meðan löreglan og sjúkraflutningamenn athöfnuðu sig á staðnum.

Kristín María Birgisdóttir sagði í samtali við Bylgjuna í hádeginu að bæjaryfirvöld hafi ítrekað vakið athygli á því að endurbóta væri þörf á Grindavíkurvegi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024