Banaslys á Grindavíkurvegi
Karlmaður á fimmtugsaldri lést í bílslysinu á Grindavíkurvegi í morgun. Ökumaður hins bílsins slasaðist og var fluttur á Landspítalann í Fossvogi. Rannsóknanefnd umferðarslysa og lögreglan á Suðurnesjum rannsaka málið en ekkert er hægt að fullyrða um tildrög slyssins enn sem komið er.
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson