Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 19. janúar 2000 kl. 18:37

BANASLYS Á GARÐSKAGAVEGI

Banaslys varð á Garðskagavegi skömmu eftir hádegi á laugardag. Jeppabifreið, sem var ekið áleiðis til Garðs, valt skammt frá byggðinni í Garði. Þrennt var í bílnum, ökumaður og tveir ungir drengir, barnabörn hans 6 og 9 ára. Drengirnir sluppu án alvarlegra meiðsla. Ökumaðurinn lést. Nafn hins látna er Einvarður Albertsson en hann var til heimilis að Eyjaholti 10 í Garði. Ekki er vitað um orsök slyssins en svo virðist sem ökumaðurinn hafi misst stjórn á bifreiðinni og farið útaf veginum. Allir voru í beltum. Garðskagavegur var lokaður í rúmar tvær klukkustundir vegna slyssins. Útför Einvarðs verður gerð frá Útskálakirkju á föstudaginn kl. 14.00
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024