BANASLYS Á GARÐSKAGAVEGI
Banaslys varð á Garðskagavegi skömmu eftir hádegi á laugardag.Jeppabifreið, sem var ekið áleiðis til Garðs, valt skammt frá byggðinni íGarði.Þrennt var í bílnum, ökumaður og tveir ungir drengir, barnabörn hans 6 og 9ára. Drengirnir sluppu án alvarlegra meiðsla. Ökumaðurinn lést. Nafn hinslátna er Einvarður Albertsson en hann var til heimilis að Eyjaholti 10 íGarði. Ekki er vitað um orsök slyssins en svo virðist sem ökumaðurinn hafimisst stjórn á bifreiðinni og farið útaf veginum. Allir voru í beltum.Garðskagavegur var lokaður í rúmar tvær klukkustundir vegna slyssins. ÚtförEinvarðs verður gerð frá Útskálakirkju á föstudaginn kl. 14.00