Bálhvasst og éljagangur - rigning á morgun
Faxaflói: Suðvestan 13-20 m/s og éljagangur, hvassast úti við sjóinn. Heldur hægari með kvöldinu. Gengur í suðaustan og sunnan 10-15 með slyddu, en síðar rigningu á morgun. Hiti kringum frostmark, en 1 til 6 stig á morgun.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðvestan 10-15 m/s og éljagangur, en hægari í kvöld. Hiti kringum frostmark. Suðlægari og rigning á morgun og hiti 1 til 5 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Suðvestan 10-18 m/s, en hægari síðdegis. Slydduél- eða él, en bjartviðri NA-til. Hiti 0 til 5 stig, en víða vægt frost inn til landsins.
Á mánudag:
Breytileg átt, 3-10 hvassast við NA-ströndina og úrkomulítið. Vaxandi suðaustanátt undir kvöld, 10-15 m/s og slydda eða rigning á S-verðu landinu um kvöldið og hægt hlýnandi veður.
Á þriðjudag:
Suðvestlæg átt og skúrir eða súdduél en lengst af þurrt annars staðar. Hiti víða 1 til 5 stig.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir sunnanátt með slyddu eða rigningu með köflum einkum við ströndina, en úrkomulítið fyrir norðan. Frystir inn til landsins.
Á fimmtudag:
Útlit fyrir sunnanátt með slyddu eða rigningu, en slyddueða snjókomu fyrir norðan. Hlýnar í veðri.