Fréttir

Bálhvasst og blautt
Þriðjudagur 30. september 2014 kl. 08:51

Bálhvasst og blautt

300 km VSV af Reykjanesi er kröpp og heldur vaxandi 960 mb lægð sem fer V, en 350 km NA af Hvarfi er 962 mb lægð sem þokast A og sameinast þeirri fyrri. Yfir Skandinavíu er 1028 mb hæð sem fer hægt A.

Faxaflói

Suðaustan eða sunnan 15-23 m/s. Rigning með köflum en suðvestlægeari og skúrir á morgun. Hiti 5 til 10 stig.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Suðaustan 15-23 en sunnan 13-18 fyrir hádegi. Vestlægari á morgun. Skúrir eða rigning. Hiti 5 til 10 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Suðvestan og sunnan 15-23 m/s og skúrir eða rigning, en 10-15 og úrkomulítið á N- og A-landi. Hiti 5 til 10 stig.

Á fimmtudag:
Suðlæg átt um landið A-vert en norðanátt V-til, víða 15-23 m/s en heldur hægari V-til framan af degi. Rigning, talsverð SA-lands en slydda eða snjókoma til fjalla norðantil. Hiti 3 til 9 stig, hlýjast A-lands.

Á föstudag:
Hvöss norðvestanátt en suðvestan strekkingur þegar líður á daginn. Rigning á láglendi N- og V-lands en slydda eða snjókoma til fjalla. Úrkomulítið SA- og A-til. Hiti 1 til 8 stig, hlýjast SA-lands.

Á laugardag:
Suðaustan- og austanátt með rigningu S- og A-lands, en þurrt að kalla annars staðar. Hiti 2 til 8 stig.

Á sunnudag:
Útlit fyrir norðaustanátt með rigningu á landinu austanverðu en þurrt að mestu á S- og V-landi. Áfram fremur svalt í veðri.

Á mánudag:
Norðan og norðvestanátt með rigningu eða slyddu um landið norðanvert en bjartviðri syðra. Fremur svalt.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024