Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bálhvasst í dag og hugsanlega él
Mánudagur 17. október 2011 kl. 07:58

Bálhvasst í dag og hugsanlega él

Norðan 15-23 m/s og stöku skúrir eða él við Faxaflóa. Hiti 0 til 5 stig. Mun hægari og léttskýjað á morgun. Vægt frost.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Vaxandi norðanátt, 13-20 m/s í dag. Skýjað en úrkomulítið, hiti 0 til 5 stig. Lægir og léttir til á morgun. Vægt frost.


Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:

Hvöss norðanátt SA- og A-lands, annars mun hægari. Bjartviðri S- og V-til, en él um landið norðaustanvert. Dregur úr vindi og éljum síðdegis. Frost um mest allt land.

Á miðvikudag:

Vestlæg átt 3-10 m/s og bjart veður, en þykknar upp V-lands. Hlýnar á SV- og V-landi, víða frost annars staðar.

Á fimmtudag og föstudag:

Suðlæg átt og rigning eða slydda með köflum, en úrkomulítið NA-lands. Hiti yfirleitt 1 til 7 stig.

Á laugardag og sunnudag:

Útlit fyrir vætusamt og fremur milt veður.