Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Bálhvasst í dag – hægari síðdegis
Þriðjudagur 4. desember 2007 kl. 08:53

Bálhvasst í dag – hægari síðdegis

Viðvörun: Búist er við stormi á sunnanverðu landinu. Spá: Austan 18-25 sunnantil á landinu í dag, slydda og síðar rigning, en skúrir eftir hádegi og lægir talsvert. Hiti 0 til 5 stig. Austan 13-18 fyrir norðan, snjókoma með köflum og minnkandi frost. Austan- og norðaustanátt á morgun, 13-18 m/s við norðvesturströndina, annars mun hægari. Rigning eða slydda með köflum og hiti 0 til 5 stig.

Faxaflói
Austan 18-25 m/s, slydda og síðar rigning og hiti 0 til 5 stig. Talsvert hægari og skúrir síðdegis. Snýst í vestan 8-13 seint síðdegis á morgun.


Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Austan- og norðaustanátt, 13-18 m/s við norðurströndina, annars mun hægari. Snjókoma eða slydda norðan- og austanlands, en annars bjart að mestu. Hiti kringum frostmark.

Á föstudag og laugardag:
Austlæg átt og él sunnan- og vestanlands, en annars úrkomulítið og nokkuð bjart. Frost 0 til 10 stig, mildast syðst.

Á sunnudag og mánudag:
Austlæg átt, víða él og kalt í veðri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024