Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Baldur tekinn á land í dag
Föstudagur 29. ágúst 2003 kl. 10:50

Baldur tekinn á land í dag

Vélbáturinn Baldur KE 97 verður tekinn á land í dag, en tveimur kranabílum hefur verið stillt upp á bryggjunni við Keflavíkurhöfn. Annar kraninn lyftir 170 tonnum og hinn 80 tonnum. Áætlað er að Baldur sé um 70 tonn að þyngd. Bátnum verður komið fyrir út í Gróf þar sem hann mun standa á stalli um ókomin ár. Gestum og gangandi til augnayndis verður báturinn tilbúinn á sínum stalli fyrir Ljósanótt.

VF-ljósmynd: Verið að færa Baldur til við Keflavíkurhöfn í morgun.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024