Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Baldur gefur kost á sér í 4. sæti
Baldur Þ. Guðmundsson.
Þriðjudagur 4. febrúar 2014 kl. 14:40

Baldur gefur kost á sér í 4. sæti

Baldur Þ. Guðmundsson, bæjarfulltrúi og útibússtjóri Sjóvá í Reykjanesbæ, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 2014.

 Baldur hefur verið bæjarfulltrúi frá árinu 2010 og er formaður fræðsluráðs auk þess að hafa gegnt stjórnarformennsku í DS á kjörtímabilinu.

Baldur er giftur Þorbjörgu Guðnadóttur og saman eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn.

 „Ég óska eftir að áframhaldandi umboði kjósenda til að vinna að þeim málefnum sem mér eru hugleikin og eru bænum okkar til gagns. Á síðasta kjörtímabili höfum við með skýrri framtíðarsýn náð að bæta árangur grunnskólanna í samræmdum prófum og nú vinna allir í skólasamfélaginu að því að efla læsi á öllum skólastigum, samfélaginu öllu til hagsbóta. Ég hef fullan hug á leggja mitt af mörkum til að fylgja þessari framtíðarsýn eftir.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Einnig tel ég möguleika okkar mikla í ferðaþjónustunni og mun Rokksafn Íslands sem opnar í mars í Hljómahöllinni verða mikilvæg viðbót í ferðaflóruna auk þess að tengja Reykjanesbæ við íslenska tónlistararfinn sem við eigum svo stóran hlut í.“

Baldur hefur starfað hjá Sjóvá frá árinu 2010 og árin þar á undan var hann markaðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík. Jafnframt hefur hann sinnt tónlistargyðjunni frá unga aldri og er stjórnarformaður í elstu starfandi hljómplötuútgáfu á Íslandi, Geimsteini. Baldur er viðskiptafræðingur auk þess að vera með kennararéttindi á framhaldsskólastigi.