Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bakkus undir stýri – annar 70.000 kr. fátækari
Miðvikudagur 12. september 2007 kl. 09:24

Bakkus undir stýri – annar 70.000 kr. fátækari

Einn ökumaður var stöðvaður af lögreglunni á Suðurnesjum vegna meintrar ölvunar við akstur skömmu eftir miðnætti. Þá var einn ökumaður var kærður fyrir að aka á 123 km/klst á Grindavíkurvegi þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst. Ökumannsins bíður 70.000 króna fjársekt og 2 refsipunktar í ökuferilsskrá. Fyrir sektarfjárhæðina mætti fara í vikuferð til sólarlanda, svo eitthvað sé nefnt þennan rigningarmorgun, nú eða flogið til níu áfangastaða IcelandExpress á lægsta fargjaldi þeirra.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024