Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bakkað á gangandi vegfaranda
Fimmtudagur 28. febrúar 2008 kl. 17:40

Bakkað á gangandi vegfaranda

Umferðarslys varð á Vallarheiði um miðjan dag í dag. Þar var sendiferðarbifreið bakkað á gangandi vegfaranda, sem var að skýla sér fyrir aftan bifreiðina fyrir veðrinu, en þá gekk einmitt yfir með dimmum éljum.  Skall vegfarandinn harkalega á bifreiðinni og vankaðist. Viðkomandi var fluttur með sjúkrabifreið til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

 

Þá misstu tveir ökumenn stjórn á bifreiðum sínum á Reykjanesbrautinni í morgun með þeim afleiðingum að þær höfnuðu utan vegar. Vegfarendur komu ökumönnunum til aðstoðar við að losa bifreiðarnar.  Engar skemmdir urðu á bifreiðunum og engan sakaði.

Rétt eftir hádegi varð svo umferðaróhapp á gatnamótum Skólavegar og Sólvallargötu í Reykjanesbæ, en skemmdir voru óverulegar og engan sakaði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024