Bakarí Kristínar Báru brann til grunna
Kristín Bára Haraldsdóttir og Adrian Cowen hafa sett af stað söfnun til að geta opnað nýtt bakarí í Kambódíu eftir að bakarí þeirra varð eldi að bráð fyrr í mánuðinum. Kristín og Adrian búa í Otres Villages í Kambódíu en lesendur Víkurfrétta fengu að kynnast lífi þeirra í vor þegar við birtum ítarlegt viðtal við Kristínu í blaðinu okkar.
Bakaríið þeirra brann til grunna og nú hefur verið sett af stað söfnun á fjármögnunarsíðu svo þau geti hafið rekstur að nýju. Bakaríið hafa þau notað til að sinn góðgerðarmálum á svæðinu. Í samtali við Víkurfréttir segir Kristín Bára að bruninn sé eins og spark í magann.
Hér má sjá síðu söfnunarinnar.
Hér er viðtalið við Kristínu Báru úr Víkurfréttum í vor.
Kristín Bára í rústum bakarísins.