Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Bætt umferðaröryggi við Myllubakkaskóla
Föstudagur 28. október 2005 kl. 11:08

Bætt umferðaröryggi við Myllubakkaskóla

Að undanförnu hafa staðið yfir framkvæmdir við Myllubakkaskóla sem miða að því að bæta umferðaröryggi við skólann.

Í dag var tekin í notkun aðrein með skammtíma bílastæðum við skólann út frá Sólvallagötu.

Innakstur verður frá norðri og biðskylda gagnvart umferð um Sólvallagötu við suður útkeyrslu.

Ökumenn eru beðnir um að sýna aukna varúð og tillitssemi á meðan allir læra á þetta nýja fyrirkomulag.
Sérstaklega þarf að huga vel að því að gangbraut við skólann liggur í gegnum aðreinina og þar hafa gangandi vegfarendur algeran forgang.

Á heimasíðu Reykjanesbæjar semir að það sé von bæjaryfirvalda að þessar framkvæmdir stuðli að auknu umferðaröryggi við skólann.

Af reykjanesbaer.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024