Bætt menntun leikskólastarfsmanna
				
				Bæjarráð Sandgerðisbæjar hefur lýst yfir vilja sínum til að efla menntun starfsfólks á leikskólum, og bæta þar með þjónustu leikskóla bæjarfélagsins. Þetta kom fram á fundi ráðsins í gær.Bæjarráð hvetur leiðbeinendur til að sækja nám á nýrri námsbraut við leikskólaskor Kennaraháskóla Íslands og telur að slíkt nám bæti þjónustu leikskólans enn frekar. Í bókuninni kemur einnig fram að bæjarfélagið, muni útvega nemendum í fjarnámi, aðgang að tölvubúnaði bæjarfélagsins og kanna hvort forsenda sé fyrir að fá aðgang að fjarfundabúnaði Símenntunar á Suðurnesjum. 
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				