Bætt ferðamannaaðstaða á Garðskaga
Aðstaða fyrir ferðafólk hefur verið stórlega bætt á Garðskaga. Sett hefur verið upp ný hreinlætisaðstaða og svæðið allt hefur verið fegrað. Þá er einnig verið að setja upp götulýsingu, þó svo hún komi að litlu gagni fyrr en í haust.Garðskagi og vitarnir þar eru mikið aðdráttarafl fyrir ferðafólk. Þá er á Garðskaga myndarlegt byggðasafn sem hefur að geyma atvinnusögu sveitarfélagsins.