Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bætir í vind og frystir um helgina
Fimmtudagur 28. október 2010 kl. 08:21

Bætir í vind og frystir um helgina



Veðurspá fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhringinn gerir ráð fyrir norðaustan 5-10 m/s, en hægari austlægi átt síðdegis. Heldur hvassari seint á morgun. Skýjað með köflum og hiti 0 til 8 stig.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Norðaustan 5-10 m/s og skýjað með köflum. Austlægari síðdegis. Hiti 1 til 7 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á föstudag:
Vaxandi austan- og norðaustanátt, 8-15 m/s síðdegis. Hvassast og talsverð rigning eða slydda á austanverðu landinu, en annars þurrt. Hiti 0 til 6 stig.

Á laugardag:
Norðaustan hvassvirði eða stormur, en hægari syðra. Talsverð slydda eða rigning A-lands og snjókoma eða él fyrir norðan, annars úrkomulítið. Hiti 0 til 5 stig, en um eða undir frostmarki N-lands.

Á sunnudag:
Norðan strekkingur og snjókoma norðantil, en lægir og él síðdegis. Hægari vindur sunnanlands og líkur á éljum syðst síðdegis. Hiti 0 til 3 stig, en vægt frost fyrir norðan.

Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag:

Útlit fyrir norðlæga átt og fremur svalt veður. Él víða um land, síst vestanlands.

Ljósmynd/elg - Brim á Reykjanesi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024