Bæta aðgengi við Stafnesvita
Ferða- og menningarráð Sandgerðisbæjar hefur óskað eftir greinargerð frá sviðsstjóra umhverfis- og byggingamála um stöðu verkefna sem Sandgerðisbær hefur fengið styrki til að vinna að. Fundur nefndarinnar var haldinn í nóvember sl.
Á nýliðnu ári fékkst styrkur upp á eina milljón króna til að vinna að aðgengi við Stafnesvita, 1,5 milljónir í ferðamannaveg á Rosmhvalanesi og tvær milljónir króna í gönguleiðir umhverfis Sandgerðistjörn.