Bærinn veitir menningarstyrki og gerir menningarsamninga
Menningarráð Reykjanesbæjar skrifaði í Bíósal Duushúsa gær undir menningarsamninga við 12 menningarfélög og afhenti styrki til menningarmála úr menningarsjóði árið 2006.
Menningarráð deilir út menningarstyrkjum og menningarverðlaunum í umboði bæjarstjórnar. Auglýst var eftir árlegum styrkumsóknum í Menningarsjóð 14. september s.l. og var umsóknarfrestur einn mánuður. Til skiptanna voru kr. 5.000.000 sem komið höfðu úr Manngildissjóði. Fjármagnið fer annars vegar í greiðslur samkvæmt samningum við menningarhópa og hins vegar í almenna menningarstyrki.
Þeir sem hlutu styrki að þessu sinni voru:
1. Sigrún Jónsdóttir Franklín fær kr. 300.000 til að vinna annars vegar 3 þjóðleiðabæklinga sem tengjast þjóðeiðunum til og frá Keflavík og hins vegar til að standa straum af kostnaði við þrjú sagnakvöld í Reykjanesbæ.
2. Guðný Kristjánsdóttir, Gunnheiður Kjartansdóttir og Íris Dröfn Halldórsdóttir fá kr. 150.000.- til að standa straum af kostnaði við uppsetningu á söngleiknum Cinderella story sem unnið var með ungu fólki hér í bæ.
3. Sviðslistahópurinn hr. Níels, sem skipaður er þeim Siguringa Sigurjónssyni, Sigurði Sævarssyni, Ingólfi Níelsi Árnasyni og Sigurði Eyberg Jóhannessyni. fær kr. 300.000.- til að standa straum af kostnaði vegna uppsetningar á nýrri íslenskri óperu sem gerð er eftir sögunni Hel eftir Sigurð Norðdal.
4. Ingólfur Vilhjálmsson bassaklarinettuleikari fær kr. 300.000 til að fullgera geisladisk með tónlist Suðurnesjamannanna Áka Ásgeirssonar og Atla Ingólfssonar.
5. Ellert Grétarsson fær kr. 150.000. upp í kostnað vegna einkasýningar í Bandaríkjunum.
6. Junior Chamber International Ísland / JCI Suðurnes fær kr. 50.000 til að aðstoða við að endurvekja félagið hér á svæðinu.
Skrifað var undir menningarsamninga við eftirtalda hópa en þeir gilda fram til ársins 2008.
Leikfélag Keflavíkur 500.000
Félag myndlistarmanna í Rnb. 500.000
Tónlistarfélag Reykjanesbæjar 400.000
Kvennakór Suðurnesja 400.000
Karlakór Keflavíkur 400.000
Suðsuðvestu gallerí 400.000
Harmonikkufélagið 150.000
Norræna félagið 150.000
Ljósop, félag áhugaljósmyndara 150.000
Gallery Björg 150.000
Faxi málfundafélag 150.000
Gospellkórinn 200.000
Samtals: 3.500.000