Bærinn vart göngufær
Það var talsverð ofankoma á Suðurnesjum í gærkvöldi og nótt. Í dag hafa snjóruðningstæki haft í nógu að snúast við að hreinsa götur og innkeyrslur. Hins vegar eru gangstéttar víða enn á kafi í snjó. Nýja Hafnargatan er öll undir snjó og þar er ekki auðvelt að komast um gangandi. Á morgun, sunnudag, verður bjart og fallegt útivistarveður en þegar helgin er á enda má búast við hláku og jafnvel vatnselg á götum. Myndin er frá Hafnargötunni í Keflavík síðustu nótt.