Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bærinn getur ekki skorast undan
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 28. mars 2022 kl. 11:31

Bærinn getur ekki skorast undan

Möguleg móttaka flóttamanna frá Úkraínu var til umræðu á fundi bæjarráðs Grindavíkur þann 9. mars síðastliðinn.  Bæjarráð Grindavíkur samþykkir að leita til Grindvíkinga um laust húsnæði sem getur tekið við flóttafólki frá Úkraínu og felur sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs að vinna málið áfram en sviðsstjórinn sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Fulltrúi B-lista bókaði á fundinum og leggur til að Grindavíkurbær búi sig undir og bjóði fram aðstoð í móttöku flóttamannafjölskyldna frá Úkraínu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Þó að húsnæði sé af skornum skammti í Grindavík, þá getur bærinn sem stendur vel ekki skorast undan við þessar hryllilegu aðstæður sem komnar eru upp,“ segir m.a. í bókuninni. Þá lagði fulltrúi B-lista því til að fela sviðsstjóra félagsmálasviðs að bjóða aðstoð Grindavíkurbæjar og vera tilbúin að móttaka flóttafólk ef til þess kemur.