Bærinn geti komið með frekari athugasemdir á síðari stigum

Drög að umsögn bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa Reykjanesbæjar um drög að matsáætlun fyrir kísilverksmiðju Helguvík voru lögð fram á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar í sumar.

Bæjarstjóra var falið að koma umsögninni á framfæri til Verkís með fyrirvara um að bæjaryfirvöld geti komið með frekari athugasemdir á síðari stigum málsins.