Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Bærinn ekki á leið í þrot
Mánudagur 27. september 2010 kl. 08:58

Bærinn ekki á leið í þrot


Reykjanesbær er ekki á leið í þrot, segir Árni Sigfússon, bæjarstóri Reykjanesbæjar.  Hann segir skuldir á hvern íbúa hærri í Reykjavík en í Reykjanesbæ. Bærinn skuldi 43 milljarða en inni í þeirri tölu séu bæði skuldir, skuldbindingar og ábyrgðir. Fréttastofa RUV hefur þetta eftir Árna í morgun.

Reykjanesbær hefur að undanförnu verið í viðræðum við lánadrottna vegna láns upp á 1, 8 milljarða sem gjaldféll í byrjun ágúst. Lánið var tekið árið 2000 hjá þýska Wurthemberger-bankanum. Morgunblaðið hefur eftir Böðvari Jónssyni, formanni bæjarráðs, að viðræðum um endurfjármögnun lánsins miði ágætlega.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024