Bænastund síðdegis
Bænastundir verða í Ytri Njarðvíkurkirkju og Grafarvogskirkju í dag kl. 18 vegna sjóskaðans í Noregshafi. Þrír menn eru taldir af eftir að togarinn Hallgrímur SI-77 sökk þar í fyrradag.
Nöfn þeirra sem eru taldir af:
Magnús Þórarinn Daníelsson, Mávatjörn 17, Reykjanesbæ, fæddur árið 1947. Hann lætur eftir sig eiginkonu, þrjú uppkomin börn og fimm barnabörn. Magnús var skipstjóri Hallgríms SI-77.
Gísli Garðarsson, Vatnsholti 26, Reykjanesbæ fæddur árið 1949. Hann lætur eftir sig eiginkonu.
Einar G. Gunnarsson, Logafold 29, Reykjavík, fæddur 1944. Hann lætur eftir sig eiginkonu, fjórar uppkomnar dætur og eitt barnabarn.
Baldur Rafn Sigurðsson, sóknarprestur í Njarðvík, segir alla velkomna í bænastundina í dag en báðar bænastundir hefjast klukkan 18.
Á myndinni hér að ofan má sjá f.v.: Einar G. Gunnarsson, Gísla Garðarsson og Magnús Þórarinn Daníelsson.