Bæjarstjórnarfundir á röngu róli í janúar
Að venju er gert ráð fyrir að bæjarstjórnarfundir Reykjanesbæjar fari fram fyrsta og þriðja þriðjudag í hverjum mánuði eins og segir í 7.gr. bæjarmálasamþykktar.
Nú ber svo við að 1. janúar, nýársdagur, ber upp á þriðjudag og því verða bæjarstjórnarfundir í janúar haldnir 8. janúar og svo 22. janúar.