Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bæjarstjórn Sandgerðis bókar í kjölfar fundar með ráðherrum
Mánudagur 20. mars 2006 kl. 11:35

Bæjarstjórn Sandgerðis bókar í kjölfar fundar með ráðherrum

Forsætisráðherra og utanríkisráðherra sátu fund með sveitarstjórn Sandgerðisbæjar og Reykjanesbæjar en á þeim fundi var gerð grein fyrir stöðu mála er varðar samdrátt á flugvallarsvæðinu og að flest bendir til að starfsmenn fái uppsagnarbréf um næstu mánaðarmót.

Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar leggur áhersla á neðanritað í framhaldi af gagnlegum og góðum fundi.

1. Að skipuð verði samráðsnefnd, sjö manna, hið fyrsta á vegum ríkisins og sveitarfélaganna til að takast á við brýn verkefni á næstu vikum og að bæjarstjóri verði fulltrúi Sandgerðisbæjar.

2. Að óskað verði eftir fundi um sameiningu Brunavarna Suðurnesja, slökkviliðs Sandgerðisbæjar og slökkviliðs Keflaflugvallar hið fyrsta.
Stofnað verði fyrirtæki sem taki að sér rekstur flugbrauta, rekstur slökkviliða, snjóruðningtækja og viðhald brauta og lendingarbúnaðar.

3. Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar er tilbúinn til að hraða uppbyggingu hjúkrunarheimilis í bæjarfélaginu enda fáist til þess leyfi og fjármagn frá Heilbrigðisráðuneytinu. Um er að ræða aukningu á störfum í bæjarfélaginu.

4. Að hraðað verði uppbyggingu á svæði við Lyngsel en svæðið er hugsað sem „Vin” fyrir fólk með sérþarfir og að Félags- og Heilbrigðisráðuneytið taki þátt í og móti með bæjarfélaginu slíkt skjól og þar með atvinnuuppbyggingu á svæðinu.

5. Að hraðað verði skilum á Rokkville svæðinu sem er hugsað undir atvinnusvæði.

6. Að hraðað verði uppbygginu á Sædýrasafni í Sandgerðisbæ sem verði til að styrkja ferðaþjónustu á svæðinu enda er augljóst að slík uppbygging er atvinnuskapandi fyrir svæðið allt.

7. Að Landhelgisgæslan verði flutt á Suðurnes hið fyrsta og að allri uppbyggingu verði hraðað er það mál varðar.

8. Að innanlandsflugið verði flutt á Suðurnesin.

9. Að ríkisstjórn Íslands leggi áherslu á uppbyggingu á stóriðju í Helguvík

10. Að öryggis- og varnamál landins verði komið í tryggan og góðan farveg.

Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar leggur þunga áherslu á að hugað verði sérstaklega að aðstæðum þeirra starfsmanna varnarliðsins sem eru að nálgast eftirlaunaaldur.

Bæjarstjórn tekur jafnframt undir margar góðar ábendingar og skrifleg skilaboð til ríkistjórnarinnar sem lögð voru fram á fundi í Reykjanesbæ 19. mars. 2006.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024